"Hann á afmæli í dag"!

Prentvæn útgáfa

Á nýrri heimasíðu Brimbergs er ætlunin að segja frá því helsta sem á daga fyrirtækisins og starfsfólks þess drífur hverju sinni enda á síðan auðvitað bæði að vera til upplýsinga og ekki síður til skemmtunar.  Vefstjóra finnst það vel við hæfi að  fyrsta afmælisbarn sem fær hamingjuóskir á þessum vettvangi skuli vera framkvæmdastjóri þess Gunnlaugur Bogason.  Gunnlaugur eða Gulli eins og við oftast köllum hann er orðinn eldri en tvívetra og er nákvæmlega 47 ára í dag 27. október!  Það er vel við hæfi að setja með mynd af Gunnlaugi og Adolf Guðmundssyni stjórnarformanni Brimbergs ehf. hér með.  Eins og sjá má þá er myndin tekin á góðri stundu út í guðs grænni náttúrunni á einum af uppáhaldsstöðum þeirra félaga í frístundum, það er golfvellinum. 

Starfsfólk Brimbergs óskar Gunnlaugi hjartanlega til hamingju með daginn!