Aflafréttir vikunnar.

Prentvæn útgáfa
Gullver 27.11.

Landað var úr Gullver NS 12, þriðjudaginn 26. nóvember, 72,3 tonnum af blönduðum afla og var uppistaða hans, þorskur, karfi, ýsa og ufsi.  Til vinnslu hjá Brimbergi bárust 20,2 tonn af þorski og 11,2 tonn af ufsa.  Gullver NS 12 fór síðan á ný til veiða um kl. 13:15 miðvikudaginn 27. nóvember en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá blés þó nokkuð á Seyðisfirði þegar skipið lét úr höfn.

Einnig var unnið í viku 47 og 48 um 8,4 tonn af ufsa sem veiddur var af Bjarti NK 121.