Aflafréttir, Gullver NS 12, 20. maí.

Prentvæn útgáfa
 gu 21 5 14
Landað var úr Gullver NS 12 að morgni þriðjudagsins, 20. maí að lokinni góðri veiðiferð.  Afli skipsins var 79 tonn og var uppistaða hans, þorskur, karfi, ýsa og ufsi.  Til vinnslu hjá Brimbergi bárust tæp 57 tonn sem skiptist á eftirfarandi hátt.  Þorskur 34,5 tonn,  ýsa 14,4 tonn og ufsi 7,8 tonn.  Skipið hélt síðan á ný til veiða að kvöldi þriðjudagsins.