Gunnhildur Aðalbergsdóttir (Gullý)

Prentvæn útgáfa
Gunnhildur Aðalbergsdóttir

Í dag er Gunnhildur Aðalbergsdóttir eða hún Gullý okkar að vinna síðasta daginn með samstarfsfólki sínu í Brimbergi eftir tuttugu og sjö ára farsæl og frábær störf.  Þrátt fyrir að láta af störfum í Brimbergi þá treystum við því að Gullý kíki til okkar í kaffi endrum og eins. Á þessum tímamótum samgleðjumst við öll yfir því að þau hjónakornin fari að njóta dagana við leik og störf enda verður örugglega nóg að gera hjá Gullý og Bjössa þó hefðbundnum vinnutíma sé lokið en við munum nú samt sakna þín Gullý það er engin spurning :-).  

Kæra Gullý!  Eigendur og starfsmenn Brimbergs óska þér og fjölskyldu þinni allra heilla um ókomna tíð og njótið þið hjónakornin þess nú vel að vera frjáls eins og fuglinn :-)!