Fréttir

Löndun úr Gullver NS 12

Prentvæn útgáfa
 Gullver í höfn

Landað var úr Gullver NS 12 að morgni þriðjudagsins 22. september eftir góða veiðiferð.  Skipið var með tæp 92 tonn af blönduðum afla og var uppistaða hans, þorskur, ufsi, karfi og ýsa.  Til vinnslu hjá Brimbergi komu tæp 25 tonn af ufsa og um 20,6 tonn af þorski.  

Næsta veiðiferð skipsins mun hefjast síðari hluta næstu viku en áhöfnin á aflaskipinu góða brá sér í viku frí í sólina og sendum við í Brimbergi öllum Gullbergshópnum góðar kveðjur yfir hafið alla leið á blómaeyjuna Tenerife, njótið vel!

Löndun úr Gullver NS 12

Prentvæn útgáfa
Gullver 17. sept
Gullver NS 12 landaði þriðjudaginn, 17. september rúmum 89 tonnum af blönduðum afla og var uppistaða hans þorskur, ufsi, karfi og ýsa.  Til vinnslu hjá Brimbergi fóru um 26,4 tonn af ufsa og um 21,3 tonn af þorski.