Fréttir

Aflafréttir Gullver NS 12

Prentvæn útgáfa
Gullver í höfn

Gullver NS 12 kom inn til hafnar á Seyðisfirði síðastliðinn mánudag með tæp 74 tonn af blönduðum afla og var uppistaða hans þorskur, karfi, ufsi og ýsa.  Til vinnslu hjá Brimbergi bárust um 20,5 tonn af þorski og um 14 tonn af ufsa.

Skipið hélt á ný til veiða um kl. 13:00, miðvikudaginn 28. ágúst.

Gullver NS 12 í höfn á Seyðisfirði.

Prentvæn útgáfa
 Gullver NS 12

Gullver NS 12 kom inn til hafnar á Seyðisfirði um kl. 10:30 í morgun.  Skipið var að koma úr fyrstu veiðiferðinni eftir sumarleyfi.  Gullver var síðustu vikurnar í slipp á Akureyri og er því hinu besta formi rétt eins og unglamb.  Til vinnslu hjá Brimbergi bárust 33,4 tonn af þorski og tæp 10 tonn af ufsa.  

Skipið fór síðan á ný til veiða kl. 22:00 á þriðjudagskvöldið.