Fréttir

Löndun úr Gullver NS 12

Prentvæn útgáfa

Gullver NS 12 kom til heimahafnar á Seyðisfirði nú í  morgun þann 27. október með um 55 tonn eftir 6 daga túr.   Mikið var um að vera á bryggjunni fyrir framan fiskvinnsluna þegar ljósmyndara bar að enda löndun í fullum gangi og sjá mátti að kapparnir sem sjá um löndun úr skipinu eru ölllum hnútum kunnugir og leysa verkefni fljótt og vel af hendi.   Um 25 tonn af aflanum fara til vinnslu í Brimbergi en um 30 tonn til útflutnings með Norrænu þannig að nóg er um að vera í vinnslunni og við bryggjurnar á Seyðisfirði.   Uppistaða þess fisks sem verður unnin í frystihúsinu þessa vikuna  er þorskur en einnig eigum við von á fiski af mörkuðum næstu daga.

Haustroði 2009

Prentvæn útgáfa

Sumar við Seyðisfjörð

Hinn árlegi Haustroði var haldinn hér á Seyðisfirði helgina 3. - 4. október en á haustroða er ýmislegt til gamans gert í bænum til dæmis eru haldnir markaðir og fleira. Veðrið slapp til að þessu sinni en oft hefur vetur konungur minnt rækilega á sig þá helgi sem haustroðinn er haldinn. Margt er til gamans gert þessa helgina og sú varð einnig raunin þetta árið. Markaður var í Herðubreið og í Angro og ekki þarf að spyrja að dugnaði starfsfólks Brimbergs en uppi á kaffistofu var kökubasar starfsmannafélagsins og ýmislegt annað selt á góðu verði til gesta og gangandi. Og það var ekki ilmandi lykt af nýjum fiski í húsinu þessa helgina heldur ilmaði húsið af nýbökuðum lummum sem runnu ljúflega ofaní þá sem Brimberg sóttu heim.