Fréttir

Aflafréttir Gullver NS 12

Prentvæn útgáfa
Gullver í höfn, 24. feb. 2014.

Gullver NS 12 kom inn til hafnar að morgni mánudagsins úr sinni fyrstu veiðiferð eftir nokkuð hlé frá veiðum.  Skipið var með rúm 58 tonn af blönduðum afla og var uppistaða hans, þorskur, karfi, ýsa og ufsi.  Til vinnslu hjá Brimbergi bárust tæp 25 tonn af þorski, um 10,6 tonn af ýsu og um 800 kg. af ufsa.

Aflafréttir Gullver NS 12

Prentvæn útgáfa
Gullver í höfn.
Gullver NS 12 landaði að morgni þriðjudagsins, 21. janúar 65,2 tonnum af blönduðum afla og var uppistaða hans, þorskur, karfi, ýsa og ufsi.  Til vinnslu hjá Brimbergi komu 26,5 tonn af þorski, um 1,2 tonn af ýsu og tæp 4,8 tonn af ufsa.  Skipið hélt á ný til veiða í gærkvöldi og er gert ráð fyrir að það komi til hafnar á ný næsta laugardag.