Fréttir

Aflafréttir Gullver NS 12

Prentvæn útgáfa
gu 08 01 14

Gullver NS 12 landaði í fyrsta skipti á nýju ári þann 7. janúar um 61,2 tonnum af blönduðum afla.  Til vinnslu hjá Brimbergi bárust um 31 tonn af þorski, 5,2 tonn af ufsa og 2,3 tonn af ýsu.

Í gær var síðan landað úr skipinu rúmum 57 tonnum og var uppistaða aflans þorskur, karfi, ufsi og ýa.  Til vinnslu hjá Brimbergi komu um 20,2 tonn af þorski og tæp 7 tonn af ufsa. 

Síðasta löndun Gullver NS 12 fyrir jól.

Prentvæn útgáfa
gu 16 12 13

Gullver NS 12 landaði í morgun 16. desember, 47,2 tonnum af blönduðum afla og var uppistaða hans, þorskur, karfi, ýsa og ufsi.  Til vinnslu hjá Brimbergi bárust um 24,2 tonn af þorski, um 4,2 tonn af ýsu og 3,3 tonn af ufsa.  

Einnig segjum við hér frá aflatölum skipsins úr löndun þann 10. desember en þá barst á land úr skipinu 64 tonn af blönduðum afla.  Til vinnslu hjá Brimbergi komu 12,7 tonn af þorski og 19,2 tonn af ufsa.

Nú er áhöfn Gullvers NS 12 komin í jólafrí en mun halda til veiða á ný í byrjun nýs árs.    

Á meðfylgjandi mynd má sjá fiskvinnslu Brimbergs og Gullver NS 12 í höfn nú í morgun.