Um okkur

Prentvæn útgáfa
bland_2009_gu

Í ár eru 10 ár síðan Brimberg ehf. hóf rekstur fiskvinnslu á Seyðisfirði en aðal uppistaða rekstursins er vinnsla bolfisks, þorsk, ýsu og ufsa. Fyrirtækið er til húsa að Hafnargötu 47 og er allur bolfiskur unninn og frystur þar. Fyrirtækið hefur á þessum 10 árum endurnýjað vinnslulínur en árið 2007 var tekin í notkun ný flæðilína frá Marel ehf. og eins hefur vinnslusalur verið endurnýjaður svo dæmi séu tekið.  

Um áramótin 2014 - 2015 seldi Brimberg ehf. fasteignir, vélar og tæki til Gullbergs ehf. sem hefur nú hafið rekstur að krafti bæði í útgerð og fiskvinnslu.